Appelsínugul viðvörun: Ekkert ferðaveður

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland sem gildir frá kl. 16 á morgun, laugardag.

Búist er við austan 20-28 m/sek með mjög snörpum vindhviðum við fjöll, og hvassast verður austantil á svæðinu.

Einnig má búast við snjókomu eða slyddu og skafrenningi með lélegu skyggni og hættulegum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður verður á Suðurlandi.

Viðvörunin gildir frá kl. 16:00 til 23:00 á Suðurlandi og frá kl. 18 til miðnættis á Suðausturlandi.

Fyrri greinSamstarf um framleiðslu græns vetnis til útflutnings frá Þorlákshöfn
Næsta greinFimm í einangrun á Suðurlandi