Appelsínugul viðvörun á Suðurlandi

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 11 á föstudagsmorgun, til klukkan 17 síðdegis.

Gert er ráð fyrir suðaustan stormi 23-28 m/sek, snörpum vindhviðum við fjöll og slæmu ferðaveðri. Lægðinni fylgir talsverð úrkoma, fyrst í formi slyddu en síðan hlýnar og fer að rigna.

Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.

Fyrri greinSelfoss missti niður gott forskot
Næsta greinForsetinn sendi Hvergerðingum kveðju