Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðausturland, sem gildir frá klukkan 2 aðfaranótt þriðjudags til klukkan 15 á þriðjudag.

Gert er ráð fyrir norðan stormi, 20-25 m/sek og dálítilli snjókomu. Vindhviður verða yfir 40 m/sek, hvassast austan Öræfajökuls.

Aðstæður verða varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig vind. Fok á lausamunum er líklegt og fólki er ráðlagt að tryggja nærumhverfi sitt.

Fyrri greinAf leikskólamálum í Árborg – aukin fræðsla til foreldra og starfsánægja eykst
Næsta greinFyrsti sigur Uppsveita kom í Ólafsvík