Appelsínugul veðurviðvörun í gildi

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun dagsins yfir á appelsínugult stig og gildir viðvörunin frá kl. 13-18 í dag á Suðurlandi.

Gert er ráð fyrir suðvestan stormi, 20-28 m/s. Mjög snarpar vindhviður verða við fjöll, allt að 40 m/s undir Eyjafjöllum.

Skyggni verður lélegt og slæmt ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi og er fólki bent á að huga að lausamunum.

Á Suðausturlandi gildir appelsínugula viðvörunin frá kl. 14 til 21 og er gert ráð fyrir meiri vindi þar, 23-28 m/sek.

Á miðhálendinu verður ofsaveður, suðvestan 23-30 m/sek og slydda eða snjókoma. Lélegt skyggni og mjög slæmt ferðaveður.

Fyrri greinMargar metlyftur á haustmóti
Næsta grein„Varð meira en fólk bjóst við“