Annríki í sjúkraflutningum

Töluverðar annir hafa verið hjá sjúkraflutningamönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands undanfarið. Í júní voru um 250 útköll og það sem af er júlí eru útköllin að nálgast níutíu.

Mest er um að sjúkraflutningamenn séu að sinna ýmsum bráðum veikindum en einnig hafa sjúkraflutningamenn sinnt ýmsum slysum, s.s. frístundaslysum og umferðarslysum.

„Þetta er um 15% aukning frá því á sama tíma í fyrra,“ segir Ármann Höskuldsson, umsjónarmaður sjúkraflutninganna.

Fyrri greinLand grætt við Bleiksárgljúfur
Næsta greinKiriyama Family á vinsælasta lag landsins