Annasöm vika í sjúkraflutningunum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðastliðin vika hefur verið annasöm hjá Sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi. Alls hafa sjúkrabílar Heilbrigiðisstofnunar Suðurlands sinnt 61 útkalli.

Þegar hringt er í Neyðarlínuna 112, flokkar neyðarvörður alvarleika útkallsins í forgangsflokka. F1 og F2 eru alvarlegustu útköllin, þar sem sjúkrabíll fer á bláum ljósum og með sírenu. F3 er forgangsútkall sem krefst ekki blárra ljósa eða sírenu. F4 er svo fyrirfram ákveðin flutningur á milli stofnana, til dæmis vegna rannsókna til dæmis.

Í liðinni viku voru 45 af 61 útkalli forgangsútköll.

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hvetja Sunnlendinga og gesti þeirra til þess að fara varlega yfir hátíðarnar og koma heil heim.

Fyrri greinÆtlaði mér að verða einstæð móðir
Næsta greinFyrsta skóflustungan að nýjum sex deilda leikskóla á Selfossi