Annar látinn eftir rútuslysið

Kínverskur karlmaður sem fluttur var af vettvangi rútuslyssins í Eldhrauni í Skaftárhreppi þann 27. desember síðastliðinn á gjörgæslu Landspítalans er látinn.

Foreldrar mannsins, sem fæddur var árið 1996, hafa verið hjá honum undanfarna daga og notið aðstoðar starfsmanna kínverska sendiráðsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi munu enn einhverjir, þar á meðal ökumaður rútunnar, vera inniliggjandi á almennum deildum spítala.

Fyrri greinLítið tjón á stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar
Næsta greinFréttateymi CBS ánægt með móttökurnar á Suðurlandi