Annar kajakræðarinn látinn

Annar kajakræðaranna sem bjargað var úr sjónum við Þjórsárós í gærkvöldi er látinn.

Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning klukkan 21:13 í gærkvöldi um tvo menn í vandræðum á kajökum í briminu við Þjórsárós. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og björguðu þær mönnunum úr sjónum. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík.