„Annar hver maður með fullt af bitum“

Flogið yfir Grímsnesið. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hjördís Björk Ólafsdóttir, lyfjafræðingur í Apótekaranum á Selfossi segir að aldrei hafi verið jafn mikil eftirspurn á Suðurlandi eftir flugnafælum og lyfjum við bitum og nú.

Ástæðuna fyrir eftirspurninni segir hún vera hið skæða lúsmý sem herji á ferðafólk og fólk í sumarbústöðum í nágrenni við Selfoss.

Nánast hver einasta flugnafæla í Apótekaranum á Selfossi hefur selst upp vegna lúsmýs sem hefur herjað á fólk á Suðurlandi undanfarna daga. „Það selst allt upp strax og það er annar hver maður hérna með fullt af bitum,“ segir Hjördís í samtali við Morgunblaðið.

Lúsmý fer helst á stjá á kvöldin þegar kyrrt er og leitar þá gjarnan inn í hús. Flugan er agnarsmá og sést helst þegar hún safnast saman í gluggum húsa.

Meðal þess sem mælt er með til þess að forðast lúsmýið er að setja lavenderdropa eða tea-tree olíu í glugga og rúmföt og loka gluggum fyrir klukkan sjö á kvöldin.

Frétt mbl.is

Fyrri greinErla ráðin aðstoðarleikskólastjóri
Næsta greinTilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi í heiminum