Annað útkall vegna gróðurelds

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Þessa stundina er talsvert björgunarlið við slökkvistörf í sumarhúsahverfi við Merkurlaut á Skeiðum en um klukkan hálf fjögur barst útkall til Brunavarna Árnessýslu um gróðureld á svæðinu.

Litlu mátti muna að eldur næði að læsa sér í sumarbústað á svæðinu en það tókst að koma í veg fyrir það. Eldsupptök voru þau að verið var að vinna með slípirokk utandyra.

Þetta er annað útkallið í dag þar sem slökkva þarf eld í þurrum gróðri í Árnessýslu en í morgun var slökktur eldur við Kolgrafarhól í Grímsnesi. Brunavarnir Árnessýslu ítreka beiðni sína til fólks að fara varlega með eld og aðra hitagjafa utandyra í þessari þurrkatíð sem nú er.

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

„Þessi á skilið orðu“

Fyrri grein„Þessi á skilið orðu“
Næsta greinNemendur FSu gengu á Eyjafjallajökul