Anna tekur við Víkurskóla

Magnús Sæmundsson, skólastjóri Víkurskóla, hefur sagt starfi sínu lausu og látið af störfum og hefur sveitarstjórn ráðið Önnu Björnsdóttur skólastjóra út skólaárið.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var jafnframt samþykkt að ráða Kolbrúnu Ósk Guðjónsdóttur í starf aðstoðarskólastjóra til sama tíma.

Þá munu deildarstjórarnir Kristinn Jóhann Níelsson deildarstjóri Tónskólans og Hjördís Rut Jónsdóttir deildarstjóri Leikskólans sjá um rekstur þeirra deilda á þessu skólaári. Stefnt er að því auglýsa lausa til umsóknar stöðu skólastjóra sameinaðs Víkurskóla í vor.