Anna Rut dúxaði í FSu

Anna Rut Arnardóttir frá Selfossi stóð sig best allra nýstúdenta í Fjölbrautaskóla Suðurlands en eitthundrað nemendur voru brautskráðir frá skólanum í dag.

Stúdentarnir eru 76 , þar af voru tveir sem luku tveimur stúdentsbrautum. Flestir útskrifuðust af félagsfræðabraut, 31 nemandi en 29 af náttúrufræðibraut. Þetta var fyrsta brautskráning Olgu Lísu Garðarsdóttur sem tók við embætti skólameistara í haust.

Anna Rut fékk viðurkenningu á stúdentsprófi fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautaskóla Suðurlands en hún fékk auk þess verðlaun fyrir þýsku, náttúrufræði og raungreinar og myndlist, sjónlistir og textíl.

Þær Anna Rut og Nína Guðrún Guðjónsdóttir frá Hvolsvelli fengu síðan peningagjöf frá Hollvinasamtökum FSu sem að Hjörtur Þórarinnsson veitti. Nína Guðrún stóð sig einnig frábærlega í náminu og fékk viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í sálfræði og heimspeki og góðan árangur í þýsku, ensku og íslensku.

Níu aðrir nemendur voru verðlaunaðir fyrir frábæran námsárangur í einstökum greinum.

Fyrri greinJólaljós á Jóruhlaupi
Næsta greinHamar fær góðan liðsstyrk