Anna og Kristín Vala fengu verðlaun

Héraðssambandið Skarphéðinn tók þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið í ár, en sambandið hefur tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni frá því það fór af stað árið 2002.

HSK tilnefndi tvö fjöll í verkefnið í ár, Reykjafjall við Hveragerði og Hellisfjall á Landmannaafrétti.

Verkefninu í ár er nú lokið og á dögunum voru dregnir út heppnir þátttakendur sem fengu afhent verðlaun á skrifstofu UMFÍ í þessari viku. Það voru Anna Bjarnadóttir og Kristín Vala Erlendsdóttir sem fengu verðlaun.

Anna gekk á Reykjafjall á Landsmóti 50+ í sumar og fékk gjafabréf í gistingu á Ás Guesthouse í Hveragerði og Kristín Vala gekk á Hellisfjall og fékk gjafabréf í gistingu í skála Hellismanna í Landmannahelli. Þær fengu einnig UMFÍ bol að gjöf við afhendinguna.

Fyrri greinDregið í jólahappdrætti unglingaráðs
Næsta greinÞrettán listamenn fá inni í Varmahlíð