Anna Gréta ráðin í Flóaskóla

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að leita samninga við Önnu Grétu Ólafsdóttur um stöðu skólastjóra Flóaskóla frá 1. ágúst næstkomandi þegar Guðmundur Freyr Sveinsson mun láta af störfum.

Anna Gréta lýkur MA námi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst nú í júní. Hún er með B.Sc í íþrótta- og heilsufræðum og með kennsluréttindi á grunn- og framhaldskólastigi.

Anna Gréta hefur starfað sem skólastjóri Reykhólaskóla. Hún er í sambúð með Bjarna Jóhannessyni og saman eiga þau þrjár dætur.