Anna Birna verður sýslumaður

Anna Birna Þrá­ins­dótt­ir, sýslumaður í Vík í Mýr­dal, verður sýslumaður á Suður­landi, þegar ný lög um embætti sýslu­manna og lög­reglu­stjóra taka gildi, þann 1. janú­ar nk.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins verður Kjart­an Þorkels­son, sýslumaður á Hvols­velli, lög­reglu­stjóri á Suður­landi og verða höfuðstöðvar lög­regl­unn­ar á Hvols­velli.

Bú­ist er við því að skip­un­ar­bréf nýrra sýslu­manna verði send úr inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu fyr­ir viku­lok, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Fyrri greinSætaferðir á bikarleikinn
Næsta greinStaðfest að líkið er af Foley-Mendelssohn