Anna 103 ára í dag

Anna Franklínsdóttir á Selfossi er 103 ára í dag. Hún er fædd í Litla-Fjarðarhorni við Kollafjörð í Strandasýslu, dóttir Andreu Jónsdóttur og Franklíns Þórðarsonar.

Anna og systkini hennar voru þrettán og eru þrjú önnur á lífi, 89 ára, 91 árs og 97 ára, allt systur búsettar á Siglufirði. Meðalaldur alls hópsins er rúm 90 ár sem er met þegar svo mörg systkini eiga í hlut.

Anna vann úti til 91 árs aldurs, tók slátur 97 ára, bakar enn pönnukökur og fór á kjörstað í vor. Hún er í ellefta sæti yfir elstu núlifandi Íslendingana.

Frá þessu er greint á Facebooksíðunni Langlífi

Fyrri greinSkuggamyndir og ljósmyndakeppni á Sólheimum
Næsta greinÍþróttahátíð í Þorlákshöfn í dag