Angaði af kannabis

Ungur karlmaður á Selfossi var staðinn að því í liðinni viku að hafa í vörslu sinni kannabisefni.

Lögreglumenn höfðu tekið hann upp í lögreglubifreiðina til að flytja hann á milli húsa en fundu þá mikinn kannabisþef leggja frá unga manninum.

Maðurinn framvísaði um 2 grömmum af kannabis.