Andvíg kaupum á Sigtúni

Bæjarfulltrúar S-listans í Árborg eru andvígir því að Sveitarfélagið Árborg kaupi húsið Sigtún í miðbæ Selfoss.

Tillaga Helga S. Haraldssonar, bæjarfulltrúa B-listans, var rædd í bæjarstjórn í síðustu viku en áður hafði bæjarráð samþykkt með tveimur atkvæðum meirihlutans að skoða, án skuldbindinga, möguleikana á því að kaupa húsið.

Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, sögðu í bókun á bæjarstjórnarfundinum að hlutverk bæjarfulltrúa sé fyrst og fremst að þjóna almannahagsmunum íbúa sveitarfélagsins.

„Erfitt er að sjá hvernig tugmilljóna króna kaup á Sigtúni ásamt kostnaðarsömum viðgerðum á húsinu geti þjónað hagsmunum almennings í sveitarfélaginu að svo komnu máli. Undirrituð telja að fara þurfi í margar brýnni fjárfestingar áður en þessi kemur til álita,“ segir í bókuninni.

TENGDAR FRÉTTIR:
„Gæti orðið okkar Höfði“

Fyrri greinOlga safnar á Karolinafund
Næsta greinFrjálsíþróttamessa á sumardaginn fyrsta