Andri Snær í Tryggvaskála

Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, heldur fund í Tryggvaskála á Selfossi kl. 20:00 í kvöld, fimmtudagskvöld.

Með í för verður tónlistarmaðurinn KK sem mun flytja nokkur lög auk þess sem frambjóðandinn kynnir framboð sitt og spjallar við fundargesti.

Andri Snær hefur verið á ferðalagi um landið undanfarna daga og komið nokkuð víða við: Rif, Grundarfjörður, Stykkishólmur, Ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður og nú Selfoss.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 2/2016 – Úrslit
Næsta greinReyna að koma lífi í grasvöllinn