Andrés Ingi tók sæti á þingi

Andrés Ingi Jónsson, frá Hjarðarbóli í Ölfusi, tók í gær sæti á Alþingi í for­föll­um Stein­unn­ar Þóru Árna­dótt­ur, þing­manns Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs.

Andrés er þriðji varaþingmaður VG í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður en fyrri tveir varaþing­menn flokks­ins í kjör­dæm­inu sáu sér ekki fært að taka við sætinu.

Andrés Ingi er með meist­ara­próf í alþjóðastjórn­mál­um frá Uni­versity of Sus­sex og BA-gráðu í heim­speki frá Há­skóla Íslands. Hann hefur meðal annars áður starfað sem aðstoðarmaður Svandís­ar Svavars­dótt­ur, þegar hún var um­hverf­is­ráðherra og sem aðstoðarmaður Álf­heiðar Inga­dótt­ur, er hún var heil­brigðisráðherra. Hann hefur einnig starfað sem verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

Fyrri greinKalt vor seinkar fyllingu lóna Landsvirkjunar
Næsta grein2-0 tap hjá Ægi og KFR