Andrés aðstoðar Álfheiði

Andrés Ingi Jónsson, frá Hjarðarbóli í Ölfusi, hefur tekið við sem aðstoðarmaður Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra.

Andrés, sem er þrítugur, hefur undanfarnar vikur starfað sem upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytis en áður var hann verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

Hann er með meistarapróf í alþjóðastjórnmálum frá University of Sussex og BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands.

Fyrri greinFámenn kröfuganga á Selfossi
Næsta greinÁtta metra afmælisterta