Andlát: Svanur Kristjánsson

Svanur Kristjánsson, fyrsti ráðni sveitarstjóri Ölfuss, lést miðvikudaginn 10. ágúst sl.

Svanur starfaði sem sveitarstjóri í Ölfusi frá 1970 til 1977. Áður hafði hann verið útibússtjóri Kaupfélags Árnesinga í Þorlákshöfn en Hermann Eyjólfsson, oddviti hafði annast rekstur sveitarfélagsins.

Á setningu 60 ára afmælishátíðar Þorlákshafnar í júní sl. rifjaði Svanur upp starfsárin sem sveitarstjóri og sagði frá skemmtilegum atvikum og verkefnum sem einkenndu starfsárin á þessum mikla uppbyggingartíma.

Frétt á vef Ölfuss