And­lát: Loft­ur Þor­steins­son

Loftur Þorsteinsson.

Loft­ur Þor­steins­son, fyrr­ver­andi odd­viti Hruna­manna­hrepps, lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands á Sel­fossi 5. sept­em­ber síðastliðinn, 77 ára að aldri.

Loft­ur fædd­ist í Hauk­holt­um í Hruna­manna­hreppi 30. maí 1942. For­eldr­ar hans voru hjón­in Þor­steinn Lofts­son frá Hauk­holt­um og Ástbjört Odd­leifs­dótt­ir frá Lang­holtskoti. Eldri bróðir Lofts er Odd­leif­ur, f. 1936.

Eft­ir nám í íþrótta­skól­an­um í Hauka­dal lauk Loft­ur bú­fræðiprófi frá Bænda­skól­an­um á Hvann­eyri 1961. Hann starfaði um ára­bil í stjórn Ung­menna­fé­lags Hruna­manna og var virk­ur í leik­hópi þess í mörg ár. Bræðurn­ir Loft­ur og Odd­leif­ur bjuggu lengi fé­lags­búi í Hauk­holt­um en skiptu síðan bú­inu þegar sveit­ar­stjórn­ar­mál­in fóru að taka yfir hjá Lofti. Hann var kjör­inn í hrepps­nefnd Hruna­manna­hrepps 1978 og sat þar í sam­tals 24 ár, þar af í 20 ár sem odd­viti og sveit­ar­stjóri á miklu upp­bygg­ing­ar­tíma­bili á Flúðum.

Loft­ur var formaður Sam­bands sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga 1990-1991 og starfaði í fjöl­mörg­um nefnd­um og ráðum á vett­vangi sveit­ar­stjórna sem og í heima­sveit sinni.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Lofts er Hanna Lára Bjarna­dótt­ir frá Hörgs­dal á Síðu. Börn þeirra eru Þor­steinn, f. 1981, Magnús Helgi, f. 1983, og Berg­lind Ósk f. 1987. Fyr­ir átti Hanna Lára Ed­vin, f. 1971, og Ólaf Bjarna, f. 1973. Barna­börn­in eru nú orðin níu tals­ins.

Útför Lofts fer fram frá Skál­holts­dóm­kirkju föstu­dag­inn 20. sept­em­ber klukk­an 14.

Fyrri greinNýtt hljóðkerfi keypt í íþróttamiðstöðina
Næsta greinJan­us Daði til Þýska­lands