Andlát: Kristinn Kristmundsson

Kristinn Kristmundsson, fyrrverandi skólameistari ML, lést í nótt 73ja ára að aldri.

Kristinn var skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni frá árinu 1970 til ársins 2002, seinasta starfsárið í námsleyfi. Eftirlifandi eiginkona hans er Rannveig Pálsdóttir.

Kristinn var ávallt áhugasamur um Sunnlenska fréttablaðið og skrifaði ýmsar greinar í blaðið í gegnum tíðina. Starfsfólk Sunnlenska þakkar honum samfylgdina í gegnum árin og vottar fjölskyldu hans sína dýpstu samúð.