Andlát: Einar Elíasson

Einar Elíasson.

Ein­ar Pálm­ar Elías­son, bygg­inga­meist­ari og iðnrek­andi á Sel­fossi, lést síðastliðinn mánu­dag, 86 ára að aldri. Ein­ar fædd­ist í Vest­manna­eyj­um 20. júlí 1935, son­ur hjón­anna Guðfinnu Ein­ars­dótt­ur og Þórðar Elías­ar Sig­fús­son­ar verka­lýðsleiðtoga.

Ein­ar vann ýmis störf í Vest­manna­eyj­um á yngri árum og um tví­tugs­ald­ur­inn nokk­ur sum­ur við end­ur­bygg­ingu Héraðsskól­ans að Laug­ar­vatni. Hann sett­ist að á Sel­fossi árið 1959 og hóf þá nám í húsa­smíði hjá Kaup­fé­lagi Árnes­inga.

Ein­ar varð meðal helstu frum­kvöðla í at­vinnu­lífi og flug­mál­um á Sel­fossi. Hann hóf eig­in bygg­inga­starf­semi árið 1964 og byggði tugi íbúðar­húsa á Sel­fossi og þar í kring á næstu árum. Stofnaði árið 1968 fyr­ir­tækið Steypuiðjuna og var rekst­ur þess á sín­um tíma nokkuð um­fangs­mik­ill. Ára­tug síðar stofnaði Ein­ar fyr­ir­tækið Set. Í dag stýra syn­ir hans rekstri Sets sem er meðal helstu og stærri iðnfyr­ir­tækja lands­ins, fram­leiðandi á for­ein­angruðum fjar­varmarör­um og slík­um vör­um.

Árið 1973 hóf Ein­ar flugnám hjá Flug­skóla Helga Jóns­son­ar í Reykja­vík og varð frum­kvöðull að stofn­un Flug­klúbbs Sel­foss og gerð Sel­foss­flug­vall­ar árið 1974. Ein­ar hélt einka­flug­manns­rétt­ind­um sín­um fram á síðari ár og fór á einka­flug­vél sinni vítt og breitt um landið. Þá var Ein­ar mik­ill áhugamaður um bygg­ing­ar og skipu­lags­mál og setti um tíma mark sitt á þá umræðu á Sel­fossi. Einnig var hann virk­ur fé­lagi í Rótarý­klúbbi Sel­foss.

Ein­ar vann á síðustu tveim­ur ára­tug­um að því að koma upp safni muna sem meðal ann­ars tengj­ast flug­sög­unni, ekki síst starf­semi herflug­vall­ar­ins sem Bret­ar starf­ræktu í Kaldaðarnesi í Flóa í seinni heims­styrj­öld­inni.

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Ein­ars er Sig­ríður Berg­steins­dótt­ir frá Laug­ar­vatni. Þau Ein­ar og Sig­ríður eignuðust fjög­ur börn, þau Berg­stein, Guðfinnu El­ínu sem er lát­in, Örn og Sigrúnu. Af­kom­end­urn­ir eru þrjá­tíu alls.

Fyrri greinVinsæll vatnskrani í Krónunni í Vík
Næsta greinAnton Breki í Ægi