Andlát: Einar Øder Magnússon

Einar Øder Magnússon, hrossaræktandi og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum frá Selfossi, lést í morgun. Einar hafði glímt við krabbamein en hann hefði orðið 53 ára á morgun.

Einar Øder var landsþekktur hestamaður og öflugur talsmaður íslenska hestsins bæði hérlendis og erlendis. Hann var um árabil landsliðseinvaldur og keppti fyrir Íslands hönd á fjölda Norðurlanda- og heimsmeistaramóta.

Í janúar síðastliðnum var hann sæmdur heiðursmerki Landsambands hestamannafélaga og gullmerki félags tamningamanna árið 2013.

Einar lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.