Andlát: Bryn­leif­ur H. Stein­gríms­son

Bryn­leif­ur H. Stein­gríms­son, fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir og for­seti bæj­ar­stjórn­ar á Sel­fossi, lést á Landa­kots­spít­ala að kvöldi 24. apríl á 89. ald­ursári. Bryn­leif­ur fædd­ist 14. sept­em­ber 1929 á Blönduósi.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Stein­grím­ur Davíðsson, skóla­stjóri og vega­verk­stjóri á Blönduósi, og Helga Dýr­leif Jóns­dótt­ir hús­freyja.

Bryn­leif­ur ólst upp á Blönduósi og vann öll sín unglings­ár við vega­vinnu. Hann lauk stúd­ents­prófi frá MA 1950, embætt­is­prófi í lækn­is­fræði frá HÍ 1956, stundaði fram­halds­nám í Svíþjóð 1958-68, nám við Uni­versity of Bristol á Englandi 1972- 73 og við Ósló­ar­há­skóla vorið 1973. Þá dvaldi hann við nám við Lasa­rettet í Lundi, lyflækn­is­deild, 1988-89, stundaði nám­skeið í heil­brigðis- og rétt­ar­lækn­ing­um við Folk­häls­an Karol­inska Institu­tet í Stokk­hólmi 1965 og í hjarta- og æðasjúk­dóm­um við Centrallasa­rettet í Lin­köp­ing 1968.

Bryn­leif­ur var héraðslækn­ir í Kirkju­bæj­ar­héraði 1957-58, lækn­ir í Svíþjóð 1958-68, héraðslækn­ir í Sel­foss­héraði 1969-82, sér­fræðing­ur í lyflækn­ing­um við Sjúkra­hús Suður­lands frá 1983, síðan yf­ir­lækn­ir lyfja­deild­ar þar og auk þess starf­andi yf­ir­lækn­ir við Vinnu­hælið á Litla-Hrauni 1969-87. Þá var hann lækn­ir við Heilsu­gæslu­stöðina í Reykja­nes­bæ í þrjú ár eft­ir að hann hætti störf­um fyr­ir ald­urs sak­ir á Sel­fossi.

Bryn­leif­ur var hrepps­nefnd­armaður á Sel­fossi 1974-78 og bæj­ar­full­trúi á Sel­fossi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 1986-90, sat í bæj­ar­ráði og var for­seti bæj­ar­stjórn­ar og formaður bæj­ar­ráðs um skeið. Hann lét þjóðmál til sín taka og skrifaði fjölda blaðagreina.

Bryn­leif­ur unni ljóðlist og gaf út ljóðabók sína, Í ljósi dags árið 1993. Myndskreytti Guðmund­ar Bjarna­son lækn­ir bók­ina.

Fyrri kona Bryn­leifs var Þor­björg Sig­ríður Friðriks­dótt­ir. Hún lést árið 1975. Börn þeirra: Guðrún Helga, Helga, Friðrik (d. 1990) og Brynja Blanda. Seinni kona Bryn­leifs var Hulda Guðbjörns­dótt­ir. Þau skildu. Son­ur þeirra er Stein­grím­ur.

Fyrri greinMáni Snær Íþróttamaður Hrunamanna 2017
Næsta greinÚtsvarstekjur Árborgar hækkuðu um 522 milljónir króna árið 2017