And­lát: Eggert Hauk­dal

Eggert Hauk­dal, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og odd­viti, andaðist á Land­spít­al­an­um miðviku­dag­inn 2. mars sl. Hann var á 83. ald­ursári þegar hann lést.

Eggert fædd­ist í Flat­ey á Breiðafirði 26. apríl 1933. Hann var son­ur hjón­anna séra Sig­urðar S. Hauk­dal, pró­fasts í Flat­ey og síðar að Bergþórs­hvoli í Land­eyj­um, og konu hans Bene­diktu Eggerts­dótt­ur Hauk­dal.

Eggert ólst upp í Flat­ey og síðar á Bergþórs­hvoli. Hann lauk bú­fræðiprófi frá Bænda­skól­an­um á Hvann­eyri árið 1953. Eggert varð bóndi á Bergþórs­hvoli 1955 og bjó í fé­lags­búi með for­eldr­um sín­um til 1973.

Eggert var mik­ill fé­lags­mála­maður. Hann var m.a. í stjórn Héraðssam­bands­ins Skarp­héðins 1961-1972. Formaður Búnaðarfé­lags Vest­ur-Land­eyja 1970-1993. Hann sat um tíma í full­trúaráði Bruna­bóta­fé­lags Íslands. Eggert var formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Ran­gæ­inga 1970-1978 og í kjör­dæm­is­ráði Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­lands­kjör­dæmi frá 1959. Hann sat í hrepps­nefnd Vest­ur-Land­eyja­hrepps og varð odd­viti henn­ar árið 1970. Þá var Eggert sýslu­nefnd­armaður 1974-1988 og sat í héraðsnefnd frá 1988. Hann átti sæti í stjórn Fram­kvæmda­stofn­un­ar rík­is­ins 1980-1985, þar af formaður 1980-1983 og sat í stjórn Byggðastofn­un­ar 1985-1987. Einnig sat Eggert í stjórn Þrí­hyrn­ings 1988-1991 og í stjórn Hafn­ar-Þrí­hyrn­ings hf. frá 1991. Hann átti og sæti í stjórn Fóður­blönd­unn­ar hf. um tíma.

Eggert var alþing­ismaður Suður­lands 1978-1995. Hann sat á þingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn en var utan flokka 1979-1980. Eggert var meðal ann­ars formaður at­vinnu­mála­nefnd­ar Alþing­is um tíma.

Sam­býl­is­kona Eggerts til 30 ára var Guðrún Boga­dótt­ir. Dótt­ir Eggerts er Magnús­ína Ósk og son­ur henn­ar er Eyþór Lárus­son.

Fyrri greinFimm titlar og þrjú HSK met
Næsta greinÓheimilt að synja grönnum sínum um framkvæmdaleyfi