Ánamaðkaræktun á Sólheimum

Garðyrkjustöðvar Sólheima, Ölur og Sunna, fengu á dögunum afhenta ánamaðka frá Guðmundi Sigurðssyni sem hefur stundað ánamaðkaræktun í nokkur ár í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Ánamaðkar eru afar mikilvægir til að styrkja jarðveginn og framleiða þeir áburð, draga úr sýkingarhættu og öðrum þáttum sem styrkja jarðveginn og heilnæmur jarðvegur gefur af sér sterkari plöntur.

Ekki þarf mikið magn til að hefja ræktunina en ánamaðkar sexfaldast í stofnstærð á innan við þremur mánuðum. Þeir þurfa mikið að éta og vilja aðallega matarafganga, plöntuhrat og ekki síst pappa og pappír.

Á heimasíðu Sólheima kemur fram að ef vel tekst til verða Sólheimamaðkarnir farnir að breyta öllum lífrænum úrgangi, pappa og pappír sem felur til á Sólheimum í ræktunarmold og styrkir það Sólheima enn frekar sem sjálfbært samfélag með umhverfisvernd að leiðarljósi.

Fyrri greinYfir níutíu plöntur fundust í húsleitinni
Næsta greinMega selja vöfflurnar