Ánægja með rafrænt nám á unglingastigi í Vallaskóla

„Þetta er nútíminn, við leggjum bókunum og tökum upp rafræna kennslu í 8., 9., og 10. bekk þar sem nemendur koma með sína eigin spjaldtölvu, fartölvu eða síma og læra í gegnum þessi tæki.

Allt námsefnið er komið á ákveðna síðu þar sem nemendur hafa aðgang af fjölda verkefna og hinum ýmsu námsgreinum grunnskóla. Verkefnin eru öll búin til af kennurum skólans, sem og kennurum Norðlingaskóla. Þessi síða er í raun fyrsta skref Vallaskóla í að nútímavæða skólastarfið og námsefnið,“ segir Leifur Viðarsson, umsjónarmaður rafræns náms í Vallaskóla á Selfossi.

Skólinn á 25 spjaldtölvur
„Unglingarnir eru mjög spenntir fyrir þessu verkefni og finnst æðislegt að fá að vinna á tækin sín hvort sem það eru símarnir, fartölvunar eða spjaldtölvurnar. Skólinn á sjálfur 25 spjaldtölvur, sem nemendur hafa aðgang að geti þeir ekki komið með sín tæki. Við kynntum rafræna námið í haust fyrir foreldrum og voru allir mjög sáttir með þetta skref hjá okkur enda er þetta framtíðin í kennslu, það eru allir mjög ánægðir“ segir Einar Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri.

NíundiÁnæg bekkur byrjar í rafrænu námi í tvær vikur, síðan tekur við nám í tvær vikur hjá 8. bekk og loks í tvær vikur hjá 10. bekk.

Fyrri greinSlæm umgengni í iðnaðarhverfinu
Næsta greinNý vefsíða full af upplýsingum