Ánægja með þjónustu Árborgar eykst milli ára

Í niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði á þjónustu sveitarfélaga í lok síðasta árs kemur fram að ánægja með þjónustu Sveitarfélagsins Árborgar á heildina litið eykst á milli ára.

Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar árlega um nokkurt skeið og lenti Sveitarfélagið Árborg í 13. sæti árið 2010, í 12. sæti árið 2011 og í 9. sæti árið 2012.

Mæld var ánægja með þjónustu sextán sveitarfélaga þau ár sem um ræðir. Sveitarfélagið Árborg fer því upp um fjögur sæti frá árinu 2010 til 2012.

Í könnuninni kom einnig fram að aukin ánægja er með aðstöðu til íþróttaiðkunar, þjónustu leikskóla, gæði umhverfis, skipulagsmál og það hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum.

Fyrri greinFjóla Signý þriðja á móti í Stokkhólmi
Næsta greinNýtt rör sparar milljónir