Ályktað um Vatnajökulsþjóðgarð

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands sem haldinn var á Selfossi í síðustu viku fagnar framsýnni stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, sem umhverfisráðherra staðfesti í febrúar sl.

“Mikilvægast er að nú gefst tækifæri til að hlú að framsýnum markmiðum stærsta þjóðgarðs í Evrópu, þar sem horft er til framtíðar varðandi náttúruvernd, skipulagningu göngu- og umferðarleiða gesta og móttöku ferðamanna, svo koma megi í veg fyrir frekara tjón náttúrunnar vegna óheftrar og óskipulagðrar umferðar ökutækja og mannvirkjagerðar sem allt of víða blasir við,” segir í ályktun sem samþykkt var á fundinum.

Um leið skorar fundurinn á umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs að standa vörð um metnaðarfulla, nýstaðfesta Verndaráætlun þessa stærsta þjóðgarðs Evrópu.

Fyrri greinÁrborg fær enskan leikmann
Næsta greinTeymt undir 700 börnum