Alvarlegt vinnuslys við Steingrímsstöð

Alvarlegt vinnuslys varð við Steingrímsstöð síðastliðinn miðvikudag. Maður varð undir stálgrind sem er í inntaksmannvirki raforkuversins og hefur það hlutverk að hindra að ísjakar fari í hverflana.

Maðurinn var ásamt fleirum að að færa stálgrindurnar sem stóðu upp við vegg þegar ein þeirra féll á manninn.

Hann hlaut alvarlega áverka útvortis og innvortis og var fluttur á Slysadeild Landspítala í Fossvogi.

Fyrri greinLeikfélag Selfoss æfir Maríusögur
Næsta greinFlugvél hlekktist á á Flúðum