Alvarlegt vinnuslys í uppsveitunum

Um borð í TF-LIF. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögregla og sjúkraflutningamenn ásamt vettvangshjálparteymi frá Flúðum voru kölluð til á sjöunda tímanum í kvöld vegna vinnuslyss í uppsveitum Árnessýslu.

Þar hafði um 500 kg stálbiti hafði fallið á mann.

Vegna alvarleika og eðlis áverka sem maðurinn hlaut var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til og flutti manninn á bráðamóttöku Landspítalans.

Lögregla annast rannsókn á tildrögum slyssins.

Fyrri greinTveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur
Næsta greinGáfu frisbígolfvöll á Laugaland