Alvarlegt umferðarslys við Skaftafell

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi við Skaftafell um klukkan 9:50 í morgun þar sem tveir bílar rákust saman.

Þjóðvegurinn er lokaður og verður það um óákveðinn tíma. Átta manns voru í bílunum tveimur og hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið kallaðar á vettvang ásamt fjölmennu liði björgunarsveita og viðbragðsaðila.

Uppfært klukkan 11:58: Suðurlandsvegur er enn lokaður en búið er að opna hjáleið fram hjá slysstað.

Fyrri greinHlaupórói eykst jafnt og þétt
Næsta greinTveir létust í slysinu við Skaftafell