Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Lögreglan við Gígjukvísl. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Alvarlegt umferðarslys varð um klukkan 16 í dag rétt austan við Gígjukvísl þegar ökumaður bifhjóls féll af því og hafnaði utan vegar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og sótti hún ökumanninn.

Lögregla stjórnar umferð fram hjá vettvangi, þar sem annarri akreininni hefur verið lokað á meðan rannsókn fer fram.

Lögreglan á Suðurlandi gat ekki veitt frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Fyrri greinÆtlaði að verða lögreglumaður, skurðlæknir og rokkstjarna
Næsta greinJarðskjálfti í Lambafelli