Alvarlegt umferðarslys milli Hellu og Hvolsvallar

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi skammt vestan við Hvolsvöll á fimmta tímanum í dag. Tvær bifreiðar lentu saman og voru þrír erlendir aðilar í bílunum.

Tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar í Reykjavík en þeim þriðja var ekið til Reykjavíkur minna slösuðum í sjúkrabíl.

Suðurlandsvegur er lokaður sem stendur, en verið er að útbúa hjáleið.

Tildrög slyssins eru ókunn en unnið er að rannsókn.

UPPFÆRT 21:30: Vettvangsvinnu er lokið og búið að opna fyrir umferð. Ekki er hægt að upplýsa um ástand hinna slösuðu en þeir voru fluttir til aðhlynningar í Reykjavík.
Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir en ekki er vitað um tildrög þess að svo stöddu.

Fyrri greinHákon keppti á Evrópuleikunum
Næsta greinAndy refsaði gömlu félögunum