Alvarlegt umferðarslys við Brúarhlöð

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Skeiða- og Hrunamannavegur er lokaður við Brúarhlöð eftir harðan árekstur tveggja bíla á sjöunda tímanum í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og flutti hún tvo á Landspítalann.

Sex manns voru í bílunum tveimur og voru hinir fjórir fluttir minna slasaðir af vettvangi með sjúkrabílum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að að svo stökku sé ekki sé hægt að fullyrða um alvarleika meiðsla þeirra sem fluttir voru með þyrlunni.

Tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu á Flúðum og í Reykholti voru kallaðir á vettvang en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er brúin yfir Hvítá við Brúarhlöð ennþá lokuð.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.

Fyrri greinGöngumenn í hremmingum á Fimmvörðuhálsi
Næsta greinGlæsilegur hópur frá HSK á Unglingalandsmótinu