Alvarlegt umferðarslys undir Eyjafjöllum

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Nú er verið að flytja ökumann fólksbifreiðar sem lenti út af þjóðvegi 1 við Laugará undir Eyjafjöllum á sjúkrahús.

Maðurinn er alvarlega slasaður en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi reyndist þyrla Landhelgisgæslunnar ekki tiltæk í sjúkraflutninginn.

Slysið var tilkynnt kl. 11:08 í morgun og voru viðbragðsaðilar þá strax kallaðir til, annarsvegar frá Vík og hins vegar úr vestri.

Rannsóknarlögreglumenn og rannsóknarnefnd samgönguslysa eru nú við vinnu á vettvangi og er vegurinn lokaður á meðan. Hjáleið um Raufarfellsveg og búast má við að vettvangsvinna taki einhvern tíma.

Fyrri greinSaman eru okkur allir vegir færir
Næsta greinStöndum vörð um íþróttahreyfinguna