Alvarlegt umferðarslys í Skaftárhreppi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjórir voru fluttir með þyrlu á Landspítalann eftir bílveltu á Suðurlandsvegi, skammt frá Núpsstað í Skaftárhreppi skömmu fyrir klukkan þrjú í dag.

Fjórir erlendir ferðamenn voru í bílnum og er einn þeirra alvarlega slasaður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Þyrlan lenti við Landspítalann með fólkið um klukkan 17:15.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.

Fyrri greinTímabundnar varnir skoðaðar á meðan unnið er að greiningu
Næsta greinNetkosning um íþróttafólk Árborgar