Alvarlegt umferðarslys í Ölfusinu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alvarlegt umferðarslys varð í Ölfusinu á fimmta tímanum í dag á gatnamótum Suðurlandsvegar og Hvammsvegar.

Vísir greinir frá þessu og segir að fimm hafi verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar af er einn talinn nokkuð alvarlega slasaður.

Fjölmennt lið viðbragðsaðila fór á vettvang, meðal annars tækjabíll frá Brunavörunum Árnessýslu. Veginum var lokað á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig og var umferð beint um Ölfusveg.

Fyrri greinÞrír fluttir með þyrlu eftir tvö vélhjólaslys
Næsta greinTvö rauð á Flúðum – Árborg endurheimti toppsætið