Alvarlegt umferðarslys í Hrunamannahreppi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Einn var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir þriggja bíla árekstur á mótum Auðsholtsvegar og Skeiða- og Hrunamannavegar, rétt austan við brúna yfir Stóru-Laxá, á fjórða tímanum í dag. 

Tilkynning um slysið barst Neyðarlínunni kl. 15:36 í dag. Viðbragðsaðilar voru sendir af stað frá Selfossi ásamt fyrstuhjálp frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum og tækjabíl frá Brunavörnum Árnessýslu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í eftirlitsflugi í grenndinni og var fljót á vettvang.

Ökumenn bílanna þriggja voru allir einir á ferð. Hinir tveir eru minna slasaðir. Lögreglan á Suðurlandi. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.

Skeiða- og Hrunamannavegur er ennþá lokaður milli Skálholtsafleggjara og Flúða á meðan unnið er á vettvangi.