Alvarlegt umferðarslys í Eldhrauni

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

UPPFÆRT 22:02: Búið er að opna veginn á nýjan leik.

—–

Suðurlandsvegur er lokaður í Eldhrauni í Skaftárhreppi vegna umferðarslyss sem varð á níunda tímanum í kvöld.

RÚV greinir frá því að bíll hafi oltið útaf veginum. Fjórir voru í bílnum. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna slyssins. 

Vegurinn verður lokaður um óákveðinn tíma en hjáleið er um Meðallandsveg.

Fyrri greinEystri-Rangá lang aflahæst
Næsta greinKFR missteig sig – Árborg í kröppum dansi