Alvarlegt umferðarslys á Þrengslavegi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú að ljúka störfum á vettvangi alvarlegs umferðarslyss á Þrengslavegi. Veginum var lokað um tíma en hefur nú verið opnaður að nýju en þó þannig að umferð um hann er stýrt af lögreglu og má búast við einhverjum töfum vegna þeirrar vinnu sem er í gangi.

Tilkynning um slysið barst kl. 08:38 í morgun. Þar fór bíll útaf veginum og valt. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík. Lögregla ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa vinnur að rannsókn málsins.

Fyrri greinNíu sækja um starf forstöðumanns Lands og skógar
Næsta greinHvað get ég gert í sumarfríinu til að örva málþroska barnsins míns?