Alvarlegt umferðarslys á Laugarvatnsvegi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alvarlegt umferðarslys varð á Laugarvatnsvegi uppúr klukkan 18 í kvöld. Laugarvatnsvegur verður lokaður frá Biskupstungnabraut að Þóroddsstöðum um óákveðinn tíma á meðan viðbragðsaðilar eru við vinnu á vettvangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi en ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að sinni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins og er komin á slysstað.

Uppfært klukkan 19:50 – Búið er að opna fyrir umferð um Laugarvatnsveg.

Fyrri greinFöstudagslagið: Tár fyrir fár
Næsta greinToppliðið sýndi enga miskunn