Upp úr klukkan hálf tvö í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, skammt frá Alviðru undir Ingólfsfjalli.
Um að ræða árekstur tveggja bifreiða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru þrír fluttir á sjúkrahús.
Biskupstungnabraut er lokuð milli Suðurlandsvegar og Grafningsvegar neðri á meðan vinna stendur yfir á vettvangi slyssins.
UPPFÆRT 16:40: Búið er að opna veginn aftur.

