Alvarlegt umferðarslys við Landvegamót

Tveir erlendir ferðamenn slösuðust alvarlega þegar bifreið þeirra valt út í skurð við Suðurlandsveg, skammt austan við Landvegamót, um miðjan dag í dag.

Milill viðbúnaður var vegna slyssins en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ferðamennina á slysadeild. Meiðsli þeirra eru talin alvarleg.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.

Fyrri greinMikill erill hjá lögreglunni á Suðurlandi
Næsta greinLífsmyndir Tryggva og Finns Bjarka í Gallerí Ormi