Alvarlegt umferðarslys við Kerið

Neyðarlínunni var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnavegi við Kerið um klukkan 23 á páskadag.

Þar hafði bifreið með þremur innanborðs oltið á veginum og útaf honum. Annar farþeganna var ekki í bílbelti og kastaðist út í veltunni. Þremenningarnir voru fluttir með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala.

Ökumaðurinn og annar farþeginn reyndist með minni háttar meiðsl en farþeginn sem kastaðist út var lagður inn á sjúkrahúsið.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver líðan hans er.