Alvarlegt umferðarslys austan við Kúðafljót

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Um klukkan hálf tvö í dag valt bifreið á vesturleið út af Þjóðvegi 1 skammt austan við Kúðafljót. Fernt var í bílnum og er eitt þeirra, stúlka á fimmtánda ári, alvarlega slösuð en hún kastaðist út úr bílnum.

Annar aðili er minna slasaður og hinir tveir með minniháttar áverka. Fólkið var allt flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru að ljúka vinnu á vettvangi. Umferð var stöðvuð meðan þyrla athafnaði sig á slysstað.

Um er að ræða erlenda ferðamenn sem tilheyra öll sömu fjölskyldu.

Fyrri greinEkki nógu klókir til að klára leikinn
Næsta greinSafaspæta fannst við Apavatn