Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Laust eftir klukkan átta í kvöld var óskað aðstoðar lögreglu og sjúkraliðs vegna bílveltu á Suðurlandvegi, skammt vestan við Kistufell í Vestur-Skaftafellssýslu.

Einn maður var í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabifreið til móts við þyrlu LHG sem flutti hann á sjúkrahús í Reykjavík. Hann er talinn alvarlega slasaður.

Rannsókn málsins er í höndum lögreglu og samgöngunefndar umferðarslysa.

Fyrri greinGróðursett í Jóhannesarlundi við Búrfellsstöð
Næsta greinSleðaflokkurinn kallaður út í júlí